Vefverslunarkerfi

Opnaðu vefverslun samdægurs

Er fyrirtækið þitt að hugsa um að opna vefverslun? Þá ertu á réttum stað, því við erum sérfræðingar í vefverslun.

Zolon er byggt á reynslu og er þróað út frá nánum samskiptum við viðskiptavini okkar og með þarfir þeirra í huga. Með því að leggja aðeins áherslu á þá hluta vefverslunarreksturs sem eru mikilvægastir, í stað þess að byggja upp kerfi í blindni, náum við að halda kostnaðinum fyrir þig í lágmarki en getum samt boðið þér upp á kerfi sem gerir allt sem vefverslunarkerfi þarf að geta gert.